Spurning:
Kæra Dagný.
1. Er meðgangan 40 vikur eða 37 vikur?
2. Ég hélt að feður gætu fengið heilan mánuð þ.e. sjöunda mánuðinn í fæðingarorlof á þessu ári og svo á næsta ári annan mánuð og árið 2003 yrðu þá foreldar eða mamman í 6 mán. og pabbinn þrjá! Samtals 9 mánuði! Er þetta algjör misskilningur hjá mér?
Kær kveðja.
Svar:
Sæl.
1. Meðgangan er reiknuð frá fyrsta degi síðustu blæðinga 40 vikur eða 280 dagar. Það er hins vegar eðlilegt að fæðing eigi sér stað við 38 til 42 vikur.
2. Þetta er alveg rétt hjá þér. Á þessu ári fær móðirin 3 mánuði í fæðingarorlof, faðirinn 1 mánuð og saman eiga þau 3 mánuði sem þau geta skipt hvern veginn sem þeim hentar. Á næsta ári bætist einn mánuður við hjá föðurnum og árið 2003 einn til viðbótar þannig að alls verða þetta níu mánuðir, þ.e. 3 bundnir móður, 3 bundnir föður og 3 sem þau geta skipt með sér.
Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir