Lifrarbólga

Spurning:

Sæl.

Hvad er ad gerast med lifrina tegar hún er bólgin og er búin ad vera tad í nokkra mánudi.
Tegar vidkomandi er svo í neyslu og er med lifrabólgu C ???

Svar:


Ef einhver hefur sýkingu af völum lifrarbólguveiru C í lifrinni þá er það þannig að flestir eru með virka sýkingu (um 75-80%). það er einstaklingbundið hve bólgan er virk á hverjum tíma. Þannig getur verið að engin merki séu um bólguna í blóðinu eins og bólgan er mæld með hefðbundnum mælingum (s.k. lifrarpróf). Það er einnig möguleiki á að mikil merki séu um bólguna í blóðinu. Þeir sem að eru í óreglu og nota mikið áfengi eru líklegri til að hafa bólgna lifur. Langvinn lifrarbólga hvort sem orsökin er sýking af völdum lifrarbólguveiru B eða C getur orsakað skorpulifur en það ástand er undanfari krabbameins í lifrinni.
Það er því ráðlagt að viðkomandi reyni að komast út úr neyslu, fari í fráhvarfsmeðferð og nái tökum á lífi sínu. Að því búnu geta menn leitað til gögnudeildar smitsjúkdóma til að fá upplýsingar um stöðu sína og hvaða meðferð er í boði.

Már Kristjánsson,

Sérfræðingur í smitsjúkdómum