Lifur

Er með surningum, hvernig get ég prófað hvort lifrin sé að vara mig við of mikilli áfengisdrykkju nota ekki sterka áfengis drykki sterkast er rauðvín um helgar. Er til einhver einföld aðferð ( próf ) með fyrirfram þökk.

Sæl/ll og takk fyrirspurnina.

Það þarf alltaf blóðprufu til að kanna ástand lifrarinnar. Til að komast í blóðprufu þarf beiðni frá heimilislækni svo þitt fyrsta skref er að heyra í heilsugæslunni þinni.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.