Lifur

Er mögulega samhengi milli fitulifur og breitingaskeiðinu ?
ég er hvorki of feit eða hef verið það, drekk ekki mikið, sykur hefur ladrei mælst hár, ég borða bara einstaklega hollan mat ca 8 ár síðan ég hætti að borða allan sykur, borða helst ekki mikið unnin kolvettni og aldrei neinn unnin mat, en núna hef ég fengið það staðfest að ég er með fitulifur. Ég reindar á það til að fittna um maga en er samt alls ekki nálægt neinni ofþingd, en hef verið á breitingaskeiði í um það bil 20 ár en hef aldrei tekið hormón eða neitt við því.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Algengustu orsakir eru mikil áfengisneysla, offita eða sykursýki. Aðrar orsakir geta verið næringarskortur, berklar, þarmaaðgerðir vegna offitu, eiturefni eða lyf. Ekki er vitað hvers vegna sumir fá fitulifur en aðrir ekki. Fitulifur finnst oft fyrir tilviljun við læknisskoðun. Fitulifur er oftast meinlaus og krefst sjaldan meðferðar en það fer þó eftir því hver orsökin er. Þeir sem eru með fitulifur ættu að forðast áfengi, megrast ef þeir eru of feitir, hafa góða stjórn á sykursýki ef hún er til staðar og forðast efni og lyf sem eru eitruð fyrir lifrina.

Þessar upplýsingar eru byggðar á grein eftir Magnús Jóhannsson, prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ sem birt var á Vísindavefnum. Nánar má lesa þá grein HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur