lifur áfengi

þegar manneskja er hætt að drekka áfengi eftir mikla neyslu hversu langur tíma tekur það lifrin að jafna sig

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Það fer eftir því hversu mikil drykkja og hversu lengi neyslan hefur verið hversu fljót lifrin er að jafna sig. Við drykkju þá skemmist lifrarvefurinn, lifrin fer að nýta alkóhól sem orkuefni í staðin fyrir fitu og þá myndast svokölluð fitulifur. Hún getur gengið til baka þegar hætt er að drekka, óvíst er á hversu löngum tíma. Ef þú ert hinsvegar komin með fitulifur og drekkur áfram þróast það í alkóhóltengda lifrarbólgu og síðan skorpulifur sem er óafturkræfur sjúkdómur.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.