Líkamsrækt á meðgöngu

Spurningin:

Góðan dag

Ég er gengin 5 vikur. Mig vantar uppls. um líkamrækt á meðgöngu. Ég hef alltaf æft af og til og er 27 ára. Hvernig er það með púlsinn? ég er vön að æfa með hann á milli 160 og 170 á ég ekki að pína mig jafn mikið núna?
Og hvað með þyngdir er í lagi að lifta jafn þungu eða á ég að létta aðeins? Er gott fyrir  óléttar konur að vera í pallatímum sem einnig er lift lóðum? og svo eitt að lokum með magaæfingar meiga ófrískar konur gera það af fullum krafti?

Með fyrir fram þökk

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Flestar konur geta haldið áfram þeirri hreyfingu sem þær eru vanar á meðgöngu.  Mestu máli skiptir er að hlusta vel á líkamann, ekki pína þig áfram, ef þú finnur einhverja verkir, óþægindi eða eitthvað slíkt þá skaltu slaka á eða hætta. 
Ekki er þó ráðlegt að vera mikið í líkamsrækt með miklu hoppi, ekki lyfta þungu og magaæfingarnar verða fljótt óþægilegar.
En fyrst og fremst hlusta á líkamannn og fara eftir þeim merkjum sem hann er að gefa þér.  Ekki er heldur ráðlega að auka æfingar eða byrja á neinu nýju nema það sé þannig leikfimi – eins og sund eða eitthvað fyrir ófrískar konur.

Kveðja,
Kristín Svala Jónsdóttir,
Hjfr. og ljósmóðir