Líkur á að verða ófrískur í pillupásu

Góðan dag

Ég hef verið að reyna að lesa mig til um þetta en ekki kannski fundið svör frá síðum sem ég treysti fullkomlega og veit heldur ekki alveg að hverju ég er að leita. En ég er með smá pælingu eru meiri líkur á að verða óléttur ef þú sefur hjá án þess að nota aðrar varnir í þessari hefðbundnu sjö daga pillupásu á milli pilluspjalda heldur en á meðan þú ert að taka pilluna?

Kveðja

Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina.

Ef þetta er hefðbundin getnaðarvarnarpilla sem taka á í 21 dag og svo 7 daga pásu þá veitir pillan vörn líka í pillupásunni og ætti því ekki að þurfa að nota aðrar getnaðarvarnir á meðan. Hinsvegar þarf að gæta þess vel að byrja að taka pilluna aftur á réttum tíma eftir þessa 7 daga svo að pillan veiti áframhaldandi vörn. Sumum finnst betra að sleppa pillupásunni og byrja strax á næsta spjaldi og hafa rannsóknir sýnt að það hafi engin skaðleg áhrif.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.