Búinn að vera veikur í rúma viku. Komið mikið af grænu slími upp úr mér á þeim tíma. Núna kemur heiðgult slím úr nefinu. Hefur það einhverja sérstaka merkingu?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,
Gult eða grænt slím ber merki þess að ónæmiskerfið sé að vinna í að láta þér batna. Oft er grænna slím þegar veikindin eru sem mest, en gult slím er iðullega eðlilegur hluti af bataferlinu. Einstaka sinnum getur litur (sérstaklega grænn) á slími verið tengt við bakteríusýkingar, en það er langt frá því að vera algilt og fer greining á sýkingu fram útfrá skoðun læknis og einkennasögu.
Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfærðingur