litur í sæði

Hvað er í gangi þegar sæði verður brúnleit og köglót eingin önnur einkeni

getur verið að pensilín hafi þessi áhrif

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Brúni liturinn gæti bent til þess að það sé gamalt blóð.

Þykkt sæði (kekkjótt) getur alveg verið eðlilegt en það eru ákveðin prótein sem valda því og það ætti ekki endilega að vera neitt alvarlegt.

Nú veit ég ekki af hverju þú ert að taka sýklalyf, en þvagfærasýking getur valdið því að sæði þykknar.

Ég myndi ráðleggja þér að leita til læknis varðandi þetta ef ástandið er viðvarandi.

Þú getur lesið þér til um sæði hér.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur