Ljósabekkir

Sæl. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort allir ljósabekkir séu eins skaðlegir fyrir húðina og auka líkur á húðkrabbameini?
Ljósastofur eru oft að auglýsa nýja bekki eða nýjar perur sem eiga að vera betri fyrir húðina og langaði mig því að kanna hvort að það sé einhver sannleikur í því.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er sannað og sýnt að ljósabekkir eru alltaf skaðlegir fyrir húðina. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eru sérlega viðkvæm fyrir frumuskemmdum en afleiðingarnar af skemmdum koma ekki fram fyrr en þau eldast.

Ég gat ekki fundið nein gögn um það að nýrri perur væri skaðminni fyrir húðina.  Perurnar í ljósabekkjum senda fyrst og fremst  frá sér UAV-geisla en einnig eitthvað af UBV-geislum. Talið var að UBV-geislar væru verr fyrir húðina þar sem þeir hafa meiri áhrif á ytri lög húðar og valda því að við brennum. UAV-geislar fara dýpra inn í  húðina og geta haft meiri áhrif á frumur ónæmiskerfisins og eru því ekki siður hættulegri í UBV-geislun.    UVA-geislun frá ljósabekk getur verið margföld meiri en frá náttúrulegu sólarljósi hér á norðurslóðum og  tvöföld meiri en geislun við miðbaug.

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur