Sæl, ég missti tak á heyrarskjólum og þau skelltust á augabrún/auga. Sólarhring seinna fer ég að sjá blossa og ljósboga um 1/3 úr hring með auganu sem fyrir högginu varð þegar ég hvarfla sjónum niður eða til vinstri, Sé einnig dökkan boga sem líkist meira augabrún að lögun ef ég lít upp. Nú veit ég lítið um augnskaða, á ég að reikna með nokkrum dögum og sjá til hvort þetta hverfur, eða æða til læknis hið snarasta.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Áverka á augum ber alltaf að skoða, sérstaklega ef breyting verður á sjón/sjónsviði. Ráðlegg þér að fara til læknis/augnlæknis og láta skoða þetta, þeir hafa tæki og tól til að sjá hvað sé í gangi og meðhöndla eftir því.
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur