Ljót og lafandi brjóst eftir barneignir?

Spurning:
Sæll.
Ég er 42 ára kona og er búin að eignast 4 börn og brjóstin á mér eru ljót, lafandi og misstór. Er eitthvað hægt að gera fyrir mig? Ég er hætt að fara í sund  með börnin mín því ég skammast mín svo mikið og auðvitað fer ég ekki í sturtu eftir líkamsræktina heldur fer ég heim, þetta gerðíst allt eftir það yngsta. Þetta var ekki svo áberandi áður, vona allavega að þú getir hjálpað mér.
Kveðja, ein brjóstljót 🙁

Svar:
Sæl.
Já, já, það er örugglega hægt að gera heilmikið. Ekki örvænta. Þarf að fá að sjá þig á stofu í s. 563-1060 og þá förum við yfir þetta.

Kveðja, Ottó