Spurning:
Ég er 18 ára stelpa og ég er frekar sterklega vaxin sem þýðir að ég þarf ekki að fara að pumpa lóð til að fá vöðva ég er með þá nú þegar eins og ég sé búin að vera pumpa í 4 mánuði, en málið er að ég eins og aðrar stelpur á mínum aldri er með auka forða utaná mér og hefði ekkert á móti því að losna við hann. Ég hef prófað að stunda líkamsrækt 3 til 5 í viku, það er að segja fara og hlaupa í hálf tíma gera nokkrar maga æfingar og svo aðrar í tækjum fyrir hendur og fætur og meðan á öllu þessu stendur þá drekk ég mikið vatn, en þegar uppi er staðið þá líður mér ekki eins og ég sé að grennast heldur eins og versta kraftlyftingarkarli. Ég reyndi einu sinni kick boxing en það var bara verra því eftir á komst ég ekki í buxur sem ég hafði notað áður, mataræðið var reglulegt og hollt á meðan á öllu þessu stóð en á endanum gafst ég upp því ég vil ekki fara í megrun, losna við pínu fitu og bæta svo við mig helmingi meira af vöðvum heldur bara losna við fitu, grennast og vera örlítið nettari (ég þarf ekki að vera eins og módelin að ef ég dett niður búast þá við því að brotna í miljónir parta) því að í alvöru mig langar að vera ánægð með sjálfan mig. Ég er hins vegar ekki ánægð núna þó ég sé ekki beint FEIT fyrir sumum en ég var grennri einu sinni og í minni kjörþyngd (ég er ekki að tala um þegar ég var 12 ára). Hvað get ég gert til að losna við fitu á rass, lærum, maga og sérstaklega undir höndum án þess að bæta á mig vöðva eða þvíumlíkt bara losna við fitu……..
….ein að sturlast…..
P.S.ég væri alveg til í að fá smá ráð um mat og því um líkt….
Svar:
Sæl
Þú verður að gefa þér meiri tíma ef þú vilt grenna þig. Það gerist ekki á viku eða tveim. Haltu afram að hlaupa og gera fjölbreyttar styrktaræfingar.
Ef þú hefur verið mikið í íþróttum þá ertu væntanlega með góðan vöðvamassa og þú ættir að viðhalda honum með því að stunda reglulega 2x – 3x í viku styrktaræfingar. Þú þarft ekki að óttast að þú aukir við vöðvamassann nema að þú sért að lyfta mjög miklum þyngdum sem ég efast um að þú hafir gert.
Alls ekki hætta að æfa því þá missir þú massann og þá aukast líkur á því að þú bætir á þig fitu. Reyndu einnig að huga vel að matarvenjum þínum. Borða hollt og fjölbreytt fæði. Hafðu skammtana e.t.v. smærri og slepptu sælgæti og kökum, ís, feitum sósum og skyndibitafæði. Borðaðu mikið af grænmeti og ávöxtum. Hafðu bara einn "nammidag" í viku. Eftir nokkrar vikur ferðu að sjá árangur. Mundu svo að þetta á ekki að vera "kúr" heldur varanlegar breytingar sem þú tileinkar þér, ekki bara í nokkrar vikur heldur héðan í frá.
Gangi þér vel
Kveðja,
Ágústa Johnson