Lotugræðgi á háu stigi?

Spurning:
Ég er í frekar miklum vandrædum med vinkonu mína. Tannig er mál med vexti ad hún er haldin lotugrædgi og tad á háu stigi. Mig var farid ad gruna tad og gekk á hana og hún vidurkenndi tetta fyrir mér. En málid er ad hún er endalaust ad tala um tetta vid mig segja mér frá tví tegar hún er ad kasta upp og oft lýsir hún tessu mjøg vel. Mér finnst mjøg erfitt ad hlusta á tetta og er oft komin med mikla gæsahúd. Hún veit alveg ad tetta er hættulegt og er búina ad lesa sig helling til um tetta, hún gerir sér fulla grein fyrir tessu og segir mér oft ad hún sé svo hrædd tví hún sé med svo óreglulegan hjartslátt. Hún segir oft vid mig “ ég veit ad ég er haldin gedsjúkdóm“ Ég er búin ad fá hana til tess ad segja foreldrum sínum frá tessu tegar hún flytur heim um jólin. Hún ætlar einnig ad halda áfram hjá sálfrædingnum sem hún var hjá ádur en hún kom út. En mig langar svo ad vita hvernig ég get hjálpad henni. Hvad á ég ad segja vid hana og hvad á ég ad gera. Ég veit aldrei hvernig ég á ad vera tegar hún er ad tala um tetta vid mig. Ég reyni bara ad láta henni lída vel en tad er ekki ad ganga neitt spes. Ég veit ad tad týdir ekkert ad lesa 25 ára manneskju lífsreglurnar, enda færi tad bara inn um eitt og út um hitt. Hún er alveg med tad fast í hausnum ad hún sé ÓGEDSLEGA FEIT. Sem er audvita bara mesta bull. Hjálp ég er alveg hætt ad sofa út af tessu……..

Svar:
Vinkona þín er heppin að eiga þig að því þér er greinilega mjög annt um hana og vilt hjálpa henni. Það er gott að hún ætli að segja foreldrum sínum frá þó að það hefði mátt vera fyrr. Það sem ég held að sé mikilvægast fyrir ykkur er að heyra í fólki sem hefur reynslu af þessum málum og mér finnst gleðilegt að geta sagt þér að einmitt í dag voru stofnuð samtök aðstandenda átröskunarsjúklinga.

Ég vil hvetja þig til að hafa samband þangað því þarna er fólk sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun og einnig aðstandendur sem svara fyrirspurnum bæði í síma og einnig með email. Þú finnur þau á síðunni ged.is en ef þú vilt að ég sendi þessa fyrirspurn þína áfram er það einnig velkomið. Netfang þeirra er spegillinn@talnet.is. og símanúmerið þeirra er 6610400 og ég hvet þig eindregið til að hafa samband sem fyrst. Þessi nýstofnuðu samtök eru í tengslum átröskunarteymi sem er starfandi á Landspítalanum Geðdeild við Hringbraut og ég er alveg viss um að slíkt teymi finnst einnig í Danmörku. Til að afla upplýsinga um þjónustu við átröskunarsjúklinga í Danmörku er sjálfsagt að hafa samband við móttöku á geðdeildum en einnig vil ég benda þér á að hafa samband við samskonar samtök og hér í Geðhjálp sem geta eflaust veitt þér upplýsingar um hvert sé best að leita í byrjun. Þau samtök heita Sind og síminn þar er 35240750 heimasíðan þeirra er http://www.sind.dk

Með bestu kveðju. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi Geðhjálp