Góðan daginn mig langar að vita hvort eingin nýrri gögn séu ekki til en frá 7 maí 2015 í sambandi við lungnaþembu. Getur t.d. meyglu sveppur haft áhrif.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Sem betur fer eru læknavísindin í stöðugri þróun.
Ég finn þó ekkert nýtt varðandi orsök lungnaþembu, þetta er sjúkdómur sem nær eingöngu miðaldra og eldra fólk þjáist af. Flestir hafa
reykt lengi, en þó má í einstaka tilfellum rekja orsakir til atvinnu, mengunar og erfða.
Á Heilsuveru sem er síða á vegum landlæknisembættisins er hægt að lesa sér til um Lungnaþembu, orsakir, einkenni og meðferð. Þar kemur ekkert fram um hugsanlegt orsakasamband mill myglu og lungnaþembu en þó má leiða líkum að því að einstaklingur með undirliggjandi lungnavanda eins og lungnaþembu er líklegri en heilbrigðir einstaklingar til þess að finna fyrir áhrifum af völdum öndunarertandi atriða eins og mygla getur verið.
Mygla í húsnæði er erfitt vandamál meðal annars að því leyti að menn eru misnæmir fyrir henni og hefur hún þannig mismikil áhrif á einstaklinga og þess vegna er erfitt að rannsaka orsakasamhengi en þó eru ýmsar rannsóknir í gangi varðandi myglu og áhrif hennar.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur