Lungu fósturs

Hvenær eru lungu fósturs fullþroskuð til fæðingar?
Skiptir hver vika máli um þroska lungna þegar barn er fætt, til lengri tíma litið?
Hvaða efni er í sprautu sem er gefið til að lungu verða fyrr þroskuð, þegar framkalla á fæðingu og hvaða aukaverkanir geta þau efni haft á fóstrið?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er talað um að lungu fósturs séu fullþroskuð um viku 38 en samt líka að lungun haldi áfram að þroskast eftir fæðingu og séu að þroskast til 3 ára aldurs. Þetta getur samt verið misjafnt milli barna, hver dagur skiptir því miklu máli upp á þroska lungnanna. Lungun þroskast á síðasta þriðjungi meðgöngunnar og því verða oft öndunarerfiðleikar mikið vandamál hjá börnum sem fæðast fyrir tímann. Hafi meðgöngulengd ekki náð 34 vikum reyna læknar og heilbrigðisfólk að koma í veg fyrir og stoppa fyrirburafæðingar þannig að börnin nái meiri þroska í sínu rétta umhverfi. Í þeim tilfellum er konum sem gengnar eru 24-34 vikur og yfirvofandi fæðing, oftast gefnar tvær steraspruatur með sólahrings millibili til að flýta fyrir lungnaþroska barnsins og stundum sýklalyf til að fyrirbyggja sýkingu. Sterarnir sem gefnir eru corticosterar sem heita betamethasone og dexamethasone. Þessi lyf hafa sömu virkni og náttúrulega hormónið Cortisol sem líkaminn framleiðir sjálfur. Fóstrið byrjar að framleiða það í síðasta hluta meðgöngunnar til að undirbúa sig fyrir lífið utan legsins. Rannsóknir sýna að þessi steragjöf hefur engin áhrif á barnið ef konan fer ekki í fæðingu og nær að halda meðgöngu áfram, áhrifin af sterunum eru horfin úr líkamanum eftir viku eftir gjöf. Það er talað um að aukaverkun af steragjöf fyrir móðir er að hún gæti safnað á sig vökva og hækkað blóðþrýsting, eins er sykurstjórn erfið hjá konum með meðgöngusykursýki, en þetta eru allt mjög sjaldgæfar aukaverkanir.

Læt fylgja með áhugaverðar greinar um þessi málefni.

Gangi þér/ykkur val.

 

https://www.cardiosmart.org/healthwise/hw22/2067/hw222067

https://www.verywellfamily.com/when-are-babies-lungs-fully-developled-4159758

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK279568/

https://www.blf.org.uk/support-for-you/how-childrens-lungs-grow/in-the-womb

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.