lyf

smá: vinur minn yndislegur maður en …. já
hann var á miklum lyfjum …. skyndilega var honum gert ljóst að hann mætti ekki keira bíl á þessum lyfjum.
nú er aþð svo að einhver mesta frelsissvipting einnar mannveru er að taka af henni leifið til að flakka . fara þangað sem hún vill fara .
hann henti lyfjunum og varð þar með ( kolvitlaus )( má ég ekki segja þetta svona ) alveg stórhættulegur í sínu nær umhverfi .
Nú er það svo að henn veit þetta hann er skarpgávaður maður . já ég er ekki að bulla .
eru til lyf handa þessum manni sem ekki svipta hann getunni til að keira bíl ???’
með von um jákvætt svar

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Já ég skil vel að þú hafir áhyggjur af vini þínum, slæmt að hann þurfi að vera á lyfjum þar sem hann má ekki keyra og enn verra að hann taki þau ekki og verði kolvitlaus eins og þú segir.

Þetta er greinilega mikið alvörumál, því  ekki er þá  betra að hann keyri án lyfjanna ef hann er stórhættulegur sínu nærumhverfi ef hann tekur þau ekki.

Nú veit ég ekki hvaða lyf þetta eru sem hann er að sleppa svo ég get eiginlega ekkert ráðlagt í þessu máli. Hvort það eru önnur lyf sem gætu hentað honum.

Ef þú gætir eitthvað tjónkað við hann væri auðvitað mesta hjálpin í því að hann fari aftur til þess læknis sem skrifaði upp á lyfin til að fara yfir málin.

Gangi ykkur vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur