Lyf eða eitthvað við kyndeyfð?

Spurning:
Eru til einhver hjálpartæki eins og lyf eða grös eða annað þess háttar sem að getur hjálpað einstaklingum með kyndeyfð?
 
Svar:
Því miður þekki ég ekki neitt lyf sem er sérstklega ætlað til að hjálpa til við kyndeyfð.
Vafalaust telja þeir sem flytja inn og selja náttúrumeðul og þ.h., sig þekkja og geta mælt með ýmsu í þessum tilgangi. Ég er hins vegar mjög efins um árangur þeirra.
Orsakir kyndeyfðar geta verið ýmsar. Bæði sálrænar, félagslegar og líkamlegar. Að mínu áliti er ekki um annað að ræða en tala við sérfræðing.
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur