Lyf við kvíða og hvaða læknar eru bestir?

Spurning:
Hvaða lyf er algengast að nota gegn kvíða þar sem ekki er um þunglyndi að ræða? Hvaða læknar eru dómbærastir á hvaða lyf henti hverjum og einum í slíkum tilfellum?

Svar:

Svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldur. Það eru geðlæknar sem sem tvímælalaust eru best færir um að meta hvaða lyf henta þeim sem þjást af kvíða eða þunglyndi.
Lyfjameðferð við kvíða er mjög einstaklingsbundin og langt því frá að eitt lyf eða lyfjaflokkur henti öllum.
Ég bendi þér á bækling gefinn út af lyfjafyrirtækinu Delta sem fjallar um kvíða og meðferð við kvíðasjúkdómum sjá jafnframt grein um kvíða hér.
 
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur