Spurning:
Sæll Jón Pétur
Konan mín hefur tekið 4 til 6 töflur af Asetýlsalisýlsýru hjúptöflum síðastliðinn 25 ár við liðagigt.
Nú er ekki hægt að fá þessar töflur í lyfjaverslunum og hefur henni verið bent á Glóbentyl í staðinn. Hún á í miklum erfiðleikum með að kyngja þeim pillum. Er búið að taka Asetýl töflurnar af lyfjaskrá? Er til eitthvað svipað lyf sem betra er að kyngja.
Kveðja.
Svar:
Það er ekki enn búið að afskrá Asetýlsalisýlsýru sýruhjúptöflurnar frá Delta en það verður gert fljótlega, þær eru hættar að fást af þeim sökum.
Globentyl töflurnar má brjóta (en ekki tyggja). Þannig er auðveldara að gleypa töflurnar. Það má brjóta Globentyl töflurnar vegna þess að hvert korn er húðað en ekki töflurnar í heild. Séu töflurnar tuggðar skemmist húðin og lyfið verkar ekki.
Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur