Lyfjafyrispurn

Hvað er lyfið, valaciclovir notað fyrir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Valaciclovir er notað við veirusýkingum. Lyfið er notað til meðferðar á ristli (herpes zoster), til meðferðar og til að fyrirbyggja sýkingar í húð og slímhúð, m.a. kynfæravörtur og til að fyrirbyggja sýkingar af völdum cýtómegalóveiru eftir líffæraígræðslu. Valacíklóvír, virka efnið í lyfinu, hindrar myndun erfðaefnis herpesveira og stöðvar þannig fjölgun þeirra.  Þú getur lesið þér betur til HÉR

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur