Lyfta brjóstum eða svuntuaðgerð fyrst?

Spurning:
Góðan dag.
Mig langar að forvitnast um svuntuaðgerðir. Hvað er ég lengi að jafna mig eftir eina slíka (hversu lengi frá vinnu)? Hvort er betra að fara í brjóstaaðgerð (lyfta þeim upp eða silikon) eða svuntuaðgerð fyrst?
Takk fyrir 🙂

Svar:
Komdu sæl.

Það er bara matsatriði hvað er gert fyrst. Eftir svuntu eru ca 2 vikur í að fara í skrifstofuvinnu. Ca 4-6 vikur í erfiðari vinnu. Best að fá að sjá þig á stofu og þá getum við farið yfir þetta. 563-1060 eða 535-7700.

Kær kveðja
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir