Lykkjan

Fyrirspurn:


Smá fyrirspurn um lykkjuna.Málið er að mig langar til að vita hvað getur gerst ef lykkjan er ekki tekin úr á réttum tíma (eftir akkúrat 5 ára notkun) ? Ég bý úti á landi og heimilslæknirinn minn segist vera hættur að sjá um lykkjuskiptingar og benti mér á að finna mér kvensjúkdómalækni.Ég átti að láta skipta um lykkju fyrir nokkrum mánuðum en hef ekki komist í borgina til þess.Síðustu mánuði hef ég verið að fá mikla útferð (þunn,gulbrúnleit) en engan sviða eða neitt þannig og suma daga blæður aðeins en bara í einn og einn dag.Ætli þetta sé eitthvað vegna þess að lykkjan sé orðin gömul ? Hættir hún að virka ? Ef hún er komin á eitthvað flakk ætti ég þá ekki að finna einhverja verki ?

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er talað um að lykkjan geti verið a.m.k. í 5 ár.
Inná Dokror.is er ágætis umfjöllun um lykkjuna sem ég hvet þig til að kynna þér.
Þar sem þú ert komin með útferð þá tel ég að þú ættir að fara til kvensjúkdómalæknis og láta skoða þig og meta þá tilurð lykkjunnar í leiðinni.

Besti kveðjur og gangi þér vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is