Lykkjan og verkur eftir fæðingu

Spurning:

Ég var að eiga mitt fyrsta barn og í eftirskoðuninni spurði læknirinn hvort ég ætlaði að fá lykkjuna eða pilluna og ég tók lykkjuna. En málið er að ég vissi ekki að það væru til tvær gerðir af lykkjuni. Tegundin sem ég er með heitir FLEXI~T. Getur þú gefið mér smá upplýsingar um hana því ég fékk engar.

Svo er eitt í viðbót. Í fæðinguni fékk ég verkjasprautu hálfpartinn í rasskinnina og nú eru liðnir tveir mánuðir og ég finn altaf fyrir þar sem var stungið t.d ef ég labba mikið og þetta pirrar mig mikið, er þetta eðlilegt?

Takk fyrir.

Svar:

Fyrri spurning þín um lykkjuna er nokkuð sem læknirinn sem setti upp lykkjuna á að svara þér og hefði átt að gera í viðtalinu við þig. Ég verð því að vísa til hans með það.

Varðandi verkinn tel ég að ef hann er ekki að minnka (getur stundum tekið svolítinn tíma) ættir þú að snúa þér til deildarinnar þar sem þú fæddir um ráð. Stundum er þetta tímabundin erting frá taug eða vöðva en þá vildi ég að verkirnir færu minnkandi viku fyrir viku. Annars sbr ofan sagt.

Gangi þér vel.
Arnar Hauksson dr. med.