Lyktarskyn

Getur lyktarskyn eftir langa neyslu (sniffa) komið aftur?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég er ekki viss um að lyktarskynið geti komið aftur. Það að sniffa efni eyðileggur taugaenda í nefinu sem skynja lykt og þegar þeir hafa skemmst koma ekki aðrir í staðinn. Ef þú hefur frekari spurningar þá myndi ég ráðleggja þér að tala við heimilislækni eða háls-, nef- og eyrnalækni.

Gangi þér vel

Særún Erla Baldursdóttir,

hjúkrunarfræðingur