Lyktarskyn

Hjartastopp-höfuðkúpu- og kinnbeinsbrot fyrir 10 árum. Missti lyktarskyn og hef ekki fengið það síðan. – Nú eru einhver umbrot í nefinu á mér og mér finnst ég finna einhverja lykt og get eiginlega ekki gert mér grein fyrir hvers konar hún er. Lýkist helst samblandi við brunalykt og af hreinlætisvökva einhvers konar og er alveg rosalega andstyggileg, veldur mér miklum ama. Fyrir ca 25 dögum byrjaði þetta með smáskoti eftir kvöldmat, síðan fór ég að finna fyrir henni síðari hluta dags og nú fyrir ca 10 dögum fór hún að byrja upp úr hádegi og yfirleitt endist hún fram undir miðnætti þegar ég fer að sofa. Plagar mig ekkert frá því að ég er að festa svefn og fram undir hádegi daginn eftir. Hvað er til ráða ? Tek svefnlyf á kvöldin (2 tbl Penergan og 1 tbl Sobril). Tók Penergan og Lexotan þar til í byrjun apríl eða þar til ekki var hægt að fá það lengur. Er á hjartamagnyli, selekon, cordarone, simvastatini og warfarini dag hvern. Tók cóvar í stað warfarins þar til það fékkst ekki lengur eða þ.t. í byrjun mars. Datt ef til vill í hug að kenna warfarininu um þetta miðað við tímann en ég er ekki viss um það. Það eina sem hefur komið fyrir mig að ég man á tímabilinu frá byrjun mars er að ég rúllaði fram úr rúminu í svefni og skall harkalega með ennið og efsta hluta nefsins (milli augabrúna) á náttborðinu og virtist hafa snúist við í fallinu því ég kenndi töluvert til í ofanverðar tærnar á vinstra fæti (sef hægra megin í rúminu). Fékk aðeins marbletti á tær og nef, það var ekki meira en það. En þetta er dálítið furðulegt fyrirbæri og óskaplega óþægilegt svo ekki sé meira sagt. ER rétt að verða 77 ára.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki gott að segja hvað veldur þessum nýtilkomnu einkennum.  Hugsanlega hefur eitthvað farið af stað í lyktarskyninu við höfuðhöggið sem þú fékkst í mars, eins er truflun á lyktarskyni þekkt aukaverkur af Cordarone.  Ég ráðlegg þér að leita til þíns læknis eða háls-nef og eyrnalæknis með þessi einkenni til frekari skoðunar og til að útiloka aðra sjúkdóma.

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur.