Lyktnæmi.

Ef ég halla mér aftur, t.d. í hægindastól með hallanlegu baki þá finn ég ólýsanlega vonda lykt. Ég get ekki miðað hana við neytt og enginn annar finnur lyktina. Skola á mér nef með saltvatni, (nose buddy) einu sinni til þrisvar í viku, gerir ekki gagn sem neinu nemur. Hvað er til ráða?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki gott að átta sig á því hvað þetta getur verið. Í nefinu eru skyntaugar og við skynjum lykt rétt eins og við skynjum snertingu. Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á  þessa skynjun en algengast er það sé af völdum vírusa og/eða að slímhúðin í nefgöngunum bólgnar.

Það er góð hugmynd að skola nefholið vel ef eitthvað skyldi nú vera fast þar sem veldur lyktinni en ef það dugar ekki til og þetta truflar þig áfram  skaltu ráðfæra þig við heilsugæslulækni sem getur skoðað upp í nefgöngin og mögulega fundið skýringu á þessu.

Gangi þér vel,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur