góðan daginn eg er forvitin styrkir lýsi eða omega 3 ofnæmiskerfið?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Já, það er vísindalega sannað að lýsi eða omega-3 fitusýrur hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Það er okkur lífsnauðsynlegt og mikilvægt að taka inn á einhvern hátt þessa fitusýru.
Omega 3 fæst úr lýsi úr feitum kaldsjávarfiski eða afurðum úr honum. Bestu fituna (lýsið) er að fá úr fiski eins og villtum laxi, síld, hvítum fiski eins og þorski, sardínum og ansjósum.
Gangi þér vel,
Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur