Má barnið sofa eitt í herbergi?

Spurning:
Er í lagi að barnið sofi eitt í herbergi?
12 mánaða gamalt barnabarn mitt hefur mjög órólegan svefn, hreyfir sig mikið í svefni, er sofandi í skriðstöðu og hreyfir sig mikið sofandi og öskrar í svefni en steinsofandi (ekki stanslaus grátur).   Hefur reglulegan svefn og vaknar úthvíld.  Móðirin hefur brugðið á það ráð að láta barnið sofa eitt í herbergi og lítur hún til barnsins á hverri nóttu til að breiða sæng betur yfir barnið.

Svar:
Blessuð.
Það er ekkert að því að lítil börn sofi ein í herbergi. Oft er það raunar nauðsynlegt, sérstaklega ef barnið er svo órólegt í svefni að það heldur vöku fyrir foreldrunum. Hjá flestum öðrum þjóðum eru börnin látin sofa ein í herbergi frá unga aldri.

Með kveðju,
Þórólfur Guðnason, barnalæknir