Má ég byrja að lyfta lóðum?

Spurning:
Ég er 16 ára strákur, ég er mjög hár, mjór og væskilslegur, og ég hef áhuga á að hefja lyftingar, en hafa lyftingar áhrif á líkamlegan þroska og jafnvel kynþroska ungs manns sem er að vaxa á fullu?

Svar:

Sæll,
Þér er alveg óhætt að byrja að lyfta lóðum.  Byrjaðu bara rólega og auktu smám saman við þyngdir.  Það er alltaf gott að fá aðstoð hjá fagfólki a.m.k. þegar þú ert að byrja. Flestar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á slíkt.  Ef þú ert í nágrenni við Hreyfingu geturðu kíkt til okkar og fengið aðstoð. Ef þú hefur áhuga geturðu sent póst á radgjafar@hreyfing.is
Þú ert orðinn hávaxinn og því líklega búinn að taka að mestu út vöxt.  Lyftingar án allra öfga gera þér bara gott og trufla ekki líkamlegan þroska á þínum aldri..

Gangi þér vel.

Ágústa Johnson, framkv.stj.
Hreyfing, heilsurækt