Má ég fara í lasermeðferð á meðgöngu?

Spurning:

Sæl.

Ég hef verið í lasermeðferð undanfarið og nú langar mig að vita hvort ég geti haldið áfram í laser eftir þungun. Hefur lasermeðferðin einhver áhrif á fósturmyndun þannig að ég verði að hætta í meðferðinni?

Með fyrirfram þökkum.

Svar:

Komdu sæl.

Þakka þér fyrirspurnina.

Það er ekki æskilegt að meðhöndla ófrískar konur vegna áreitis sem verður í líkamanum við skæran ljósgeislann. Ósjálfráða taugakerfið okkar fer af stað við áreitið. Líkaminn fer í varnarstöðu sem kallast „fight-and-flight“ ástand.

Líkaminn gerir sig líklegan til að takast á við stór átök sem hann býst við eftir áreitið og þá dælir hann út stresshormónum á fullu. Þú m.a. spennist upp, finnur hraðari hjartslátt og blóðþrýstingur eykst. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð líkamans sem gerist þó svo maður viti hvað í gangi er. Þetta er ástæðan fyrir því að talið
er óæskilegt að meðhöndla ófrískar konur.

Hafi meðferð verið byrjuð og þurfi að hætta henni vegna þungunar, þá er allt sem búið er að eyða burt – eytt og kemur ekki aftur. Þú getur haldið meðferð áfram fljótlega eftir barnsburð – eftir að þú hefur jafnað þig.

Við höfum meðhöndlað konur sem komnar eru fram yfir fyrstu 3-4 mánuðina – að þeirra ósk og áhættu. Þær sögðu það engin áhrif hafa haft til hins verra.

En þetta er áhætta sem við mælum ekki með. Það er ekki víst að það sem er allt í lagi hjá einni konu gæti ekki haft einhver áhrif á þá næstu.

Bestu Kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu.