Spurning:
Má ég nota Imigran við mígreni? Ég fór í kransæðaaðgerð vorið 2002. Annað slagið fæ ég mígreniköst, mismikil. Hvaða lyf er best fyrir mig að nota í dag? Ég hef fengið mislöng köst allt frá 18 ára aldri og er í dag kominn yfir sextugt. Lengst af notaði ég Cafergot.
Kveðja.
Svar:
Súmatriptan, en það er virka efnið í Imigran, virkar með því að draga saman æðar, en almennt er talið að mígreni stafi af æðavíkkum í höfði. Þessi eiginleiki veldur því að kransæðar geta einnig dregist saman við notkun lyfsins. Fólk sem er með kransæðasjúkdóm ætti því ekki að nota þetta lyf. Þetta á einnig við um önnur lyf af triptan flokki (Almogran, Maxalt, Relpax og Zomig) og lyf sem innihalda ergot alkalóíða eins og Anervan, Cafergot og Gynergen Comp., en þá eru flest þau lyf sem hafa sérhæfða verkun gegn mígreni upptalin.Þú ættir að ræða þetta við lækninn þinn. Hann er í mun betri aðstöðu til að meta hvort þér sé óhætt að eitthvað af þessum lyfjum þrátt fyrir sögu um kransæðasjúkdóm, eða ávísa einhverju öðru lyfi sem gæti hjálpað.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur