Má ég taka Amilín stöku sinnum?

Spurning:
Góðan dag, fyrir rúmu ári var ég greind með vefjagigt eftir að hafa farið í ótal rannsóknir og setti læknirinn mig á Amilín. Fyrir er ég á Zoloft vegna þunglyndis og er ég búin að vera á því í rúmt ár. Amilínið verkaði vel á mig hvað viðkemur svefni og verkjum í líkamanum, en ég varð öll dofin andlega og sljó og fékk aukin kvíðaköst (ekki á það bætandi) Ég tók þá ákvörðun að hætta að taka lyfið og reyna önnur úrræði í staðinn, þ.e aukna hreyfingu sem hjálpar mér miklu meira. Ég á mjög erfitt með svefn og hef stundum tekið eina og eina töflu af Amilíni ef ég er mjög þreytt til þess að geta náð djúpa svefninum. Spurningin er sú hvort það getur haft slæm áhrif að taka þessar töflur stundum þ.e. kannski 2svar í mánuði eða jafnvel einu sinni í viku?
Með fyrirfram þökk

Svar:

Það á að vera þér að meinalausu að taka Amilín töflurnar endrum og sinnum eins og þú lýsir.
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur