Má ég taka þessi lyf saman?

Spurning:
Vegna þunglyndis hef ég tekið 40 mgr. af Míanserín Pharma + eina Imovane fyrir svefn. Það veitir mér í langflestum tilfellum góðan svefn. Að morgni tek ég 20 mgr. af Cipralex.  Er þetta óheppileg blanda? Ég spyr vegna þess að seint á daginn fæ ég oft höfuðverk og þreytutilfinningu.

Svar:
Ekki á að vera neitt að því að taka þessi lyf saman.  Það er heldur ekki að sjá að það sé sérstaklega líklegt að neitt þessara lyfja sé að valda höfuðverk og þreytutilfinningu þegar líða tekur á daginn.  Hugsanlega gæti þetta þó verið vegna Míanseríns en ef svo er ætti þetta að ganga yfir á nokkrum vikum.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur