Má ég taka inn Nuvelle og própanólól saman?

Spurning:

Sæll.

ÉG hef átt í vandræðum vegna höfuðverkjakasta, ég tók inn própanólól í mánuð og leið mjög vel af þeim, Kvensjúkdómalæknirinn minn vildi að ég prufaði Nuvelle hormónalyf og sagði mér að hætta á própanólólinu, ég gerði það og var verkjalaus í 10 daga, en nú hef ég haft stanslausan höfuðverk í 5 daga og reynt að taka alls konar lyf sem virka ekki. Má ég taka inn Nuvelle og própanólól saman?????????
Ef ekki hverju mælir Doktor.is með?
Takk og góðar kveðjur.

Svar:

Sæl.
Það er allt í lagi að taka þessi lyf saman nema ef ástæða þess að kvensjúkdómalæknirinn lét þig hætta própranólólinu er vegna Nuvelle.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur