Má ég taka Nobligan með Zoloft?

Spurning:
Góðan daginn.
Má taka inn Nobligan ásamt því að vera á Zoloft 50 mg sem ég tek inn 2 á dag vegna kvíða og þunglyndis sem ég er með? Ég fékk nefnilega uppáskrift fyrir Nobligan og ég gleymdi að spyrja um hvort að ég mætti taka það inn með Zoloftinu.

Svar:
Almennt séð er ekki mælt með samhliða notkun sértækra serótónín endurupptökuhemla (SSRI lyfja) eins og Zoloft (sertralín) og Nobligans (tramadól). Hætta á krömpum og svokölluðu serótónín heilkenni getur aukist þegar þessi lyf eru notuð saman.

Ekki er samt talin ástæða til að banna samhliða notkun þessarra lyfja, en full ástæða er fyrir þig að ræða þetta við lækninn þinn. 
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur