Spurning:
Góðan dag!
Mig langar til þess að vita með Phasomin. Mig langar til þess að vita hvort mér er óhætt að taka þetta á meðan ég er með barn á brjósti?
Kveðja
Svar:
Phasomin er fæðubótaefni sem er sagt hafi þau áhrif að draga úr verkun ensýms sem nauðsynlegt er til niðurbrots kolvetna í líkamanum. Eftir því sem ég best veit eru ekki áreiðanlegar rannsóknarniðurstöður sem segja að óhætt sé að taka Phasomin á meðgöngu eða þegar kona er með barn á brjósti. Ég mæli því eindregið gegn notkun þess þegar þannig stendur á.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur