Má ég taka sjóveikistöflu á meðgöngu?

Spurning:
Góðan og blessaðan daginn.
Mín spurning er þessi: má ég taka sjóveikistöflu, er komin 9 vikur á leið?
Takk fyrir

Svar:
Það er talið óhætt að taka Koffínátín og Postafen sjóveikitöflur í takmörkuðu magni við meðgönguógleði. Þú færð þær án lyfseðils í apótekinu. Ef ógleðin er mikil eða fer ekki batnandi eftir 12. viku skaltu tala við lækni.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir