Má gefa börnum Ventoline og Flixotide?

Spurning:

Börnunum okkar hafa verið uppáskrifuð astmalyfin Ventoline og Flixotide við
barnaastma en nú sé ég á Doktor.is að þessi lyf eru ekki ætluð svo ungum börnum (tæplega 4 og 2 ára) Eigum við að halda áfram að gefa þeim lyfin?

Svar:

Flixotide (fluticasón) má gefa börnum eins árs og eldri. Ef börn eru á aldrinum 1-4 ára er notaður svokallaður Babyhaler-úðabelgur við lyfjagjöfina. Ventoline (salbutamól) má líka gefa börnum eins árs og eldri. Þetta er gamalt lyf og mikil reynsla komin á notkun þess. Ventoline mixtúran og Ventoline innúðalyf (gefið með öndunarvél) eru þau form sem henta börnum best. Ventoline innúðaduft er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára því að yngri börn eiga erfitt með að nota lyfið (að læra á “tækið”), sama má segja um Flixotide Diskus sem er ekki ætlað yngri börnum en fjögurra ára.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur