Má neyta áfengis með töku Roaccutan?

Spurning:

Ég vildi gjarnan fá að vita hvort það sé óhætt að drekka áfengi þegar maður er að taka inn lyfið Roaccutan?
Ég hef heyrt að það hafi engin áhrif og einnig hef ég heyrt að það sé ekki
í lagi. Ef það er ekki í
lagi hver er þá ástæðan fyrir því?

Takk fyrir.

Svar:

Ekki er ráðlegt að
neyta áfengis á meðan á lyfjameðferð með Roaccutan stendur. Það
er vegna þess að það geta komið fram antabus-lík áhrif, en það
er t.d. öndunarbæling, meðvitundarleysi og ýmis áhrif á hjarta.

Kær kveðja,

Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur