Má nota astmastera á meðgöngu?

Spurning:

Er í lagi að nota pulmicort 400 mikrog, astmastera á meðgöngu. Ég er komin
ca. 5 vikur á leið. (nota einnig brikanyl 0,5)

Svar:

Pulmicort á að forðast að taka á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Lyfið hefur valdið fósturgöllum í dýrum en þó er óvíst hvort það sama á við um menn.
Varðandi Bricanyl þá hafa ekki enn komið fram fósturskemmandi áhrif, hvorki
í mönnum né í dýrum. Þó skal gæta varúðar við meðferð með lyfinu hjá
þunguðum konum, sérstaklega á fyrsta þriðjungi meðgöngu.
Ræddu þetta við lækninn þinn og hann getur metið hversu alvarlegur astminn
er og metið lyfjagjöfina út frá því og þunguninni.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur