Má nota þessi skallalyf saman?

Spurning:
 Varðandi skallalyfin tvö, Regaine og Propecia. Ef maður myndi kaupa Regaine í næsta apóteki og jafnframt tala við sinn heimilislækni varðandi Propecia þá spyr ég hvort megi nota þau bæði á sama tíma, til að auka líkur á árangri?

Svar:
Propecia og Regaine virka á ólíkan hátt á hárvöxt. Ekkert bendir til að ekki sé óhætt að nota bæði lyfin samtímis.
Spurning er hins vegar hvort það bæti árangurinn að nota bæði lyfin. Ég mæli með því að þú ræðir það við lækninn þegar þú ræðir við hann um Propecia.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson, lyfjafræðingur