Má plokka hár sem vaxa út úr venjulegum fæðingarblettum?

Spurning:

Sæl.

Má plokka hár sem vaxa út úr venjulegum fæðingarblettum? Hefur það einhverja hættu í för með sér?

Kærar þakkir.

Svar:

Sæl.

Þakka þér fyrirspurnina.

Við að plokka hár – hvar sem er á líkamanum – ert þú að áreita hársekkinn sem breytir
sér með þeim afleiðingum að hárin sem vaxa aftur verða mun stífari og grófari en fyrr.
Engin önnur hætta er því samfara.

Bestu kveðjur,
Hrönn Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri Laserlækningu.