Má stunda kynlíf þegar Pevaryl Depot er notað?

Spurning:
Má stunda kynlíf þegar lyfið Pevaryl Depot er notað?

Svar:
Ekki er bannað að hafa samfarir meðan á meðferð með Pevaryl Depot stendur, en það er ekki æskilegt. Best er að leyfa slímhúðinni í leggöngunum að fá viku hvíld eftir að meðferð hefst. Samfarir gætu þar að auki verið mjög óþægilegar vegna kláða, sviða eða þurrks í leggöngum.

Finnbogi Rútur Hálfdánarson, lyfjafræðingur