Má taka flúortöflur og/eða nota flúormunnskol á meðgöngu?

Spurning:

Góðan daginn.

Er í lagi að taka flúortöflur og/eða nota flúormunnskol á meðgöngu?

Kveðja.

Svar:

Sæl.

Flúor í hæfilegu magni gerir þungaðri ekkert nema gott. Hins vegar er fátt
sem bendir til þess að fóstur hennar hafi gagn af en heldur ekki ógagn.

Hafðu samráð við tannlækni þinn.

Kveðja,
Ólafur Höskuldsson, tannlæknir