Maga hósti við tal

Góðan daginn

Ég er með bældan hósta í maganum Stundum þegar ég tala og hef verið með í 3vikur og 2 daga. Þegar ég tala kemur svona maga hósti og ég þarf að hætta að tala því það kemur ekki orð út. Ég hef ekki haft hita síðan þetta byrjaði. Á morgnana hósta ég bara svona til að hreinsa út og þá hafa komið nokkrir litlir gulir deplar í glæru slími. Það er það eina sem kemur úr hálsinum allan daginn.

Þegar ég lygg finn ég ekkert en þegar ég tala kemur þetta í ‘miðri frásögn’ ef þannig þá að orði komast. Það má segja að þetta sé eins og helmingur af venjulegum hósta. Þegar maður hóstar þá hóstar maður með maganum og hálsinum. Þetta er bara maga helmingurinn hjá mér.

Er þetta eitthvað til að hafa ahyggjur af?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú ert búin að vera með hósta í rúmar 3 vikur skaltu heyra í þínum lækni með tilliti til þess hvað getur verið á ferðinni og hvort ástæða sé til þess að skoða það nánar eða meðhöndla með einhverjum hætti.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur