magaaðgerð til grenningar

Fyrirspurn:


Mig langar til að forvitnast um hvernig fólk mjókkar sem fer í magaaðgerðirnar sem er svo mikið verið að gera ? Ef of þung manneskja fer á fljótandi fæði eða nánast sveltir sig getur hún þá náð sama árangri og manneskja sem fer í svona aðgerð ?

Aldur:
34

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Þessar magaaðgerðir er eitthvað sem er gert þegar öll önnur ráð eru úti.
Að sjálsögðu skiptir miklu máli og er mun heillavænlegra að breyta mataræði til hins betra og stunda líkamsrækt með. Það þarf ekki að vera fljótandi fæði og það er heldur alls ekki ráð að svelta sig, heldur borða minna, hollara og stunda hreyfingu.

Bestu kveðjur,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is