Magakrabbamein og verkjalyf?

Spurning:
Maðurinn minn er með magakrabbamein á háu stigi og þarf að taka verkjalyf reglulega hefur tekið parkodin forte og ibufen , hann segist fá verki í maganum eftir að hann er búinn að taka verkjalyfin, er það vegna verkjalyfjanna eða meinsins? Finnst mjög óþægilegt að horfa uppá hann finna svona til. Eru ekki til sérstakar verkjameðferðir við svona? Með fyrirfram þökk

Svar:

Komdu sæl.
 
Ég tel að verkirnir geti verið vegna krabbameinsins en vel mögulegt að einnig sé um magasár að ræða. Ibufen er þekkt að því að valda magasári. Að auki er hlutaðeigandi sennilega ekki nægjanlega verkjastilltur.
Ég legg til að sjúklingurinn leiti til síns læknis til að taka afstöðu til rannsóknar og meðerðar á hugasanlegu magasári. Töku Ibufens ætti að hætta strax a.m.k. þar til hlutaðeigandi hefur rætt við sinn lækni. Einnig þarf að fara yfir verkjalyfjameðferðina.

Kveðja,
Guðlaug Þórsdóttir, læknir
Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.