Magaspeglun

Má drekka vatn þegar maður á að koma fastandi í magaspeglun?

Góðan dag.

Læknir á að gefa skýr fyrirmæli um föstu áður en komið er í magaspeglun. Algengast er að sjúklingur sé fastandi á bæði mat og drykk í 6 klukkutíma fyrir aðgerð, í sumum tilfellum má þó drekka vatn þar til 2 klukkutímum fyrir aðgerð en vissara er að fá staðfestingu á því áður.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur