magaverkir

Hæ eg er með mikla magaverki í neðri hluta maga er lika mikið andfúll með þessu þarf lika að kúga og hægðirnar eru allavega í formi og litum.er mjög kvalin og hef verið að fá þetta svona 2 í mánuði get bara ekki verið svona oft veikur vegna vinnu. Einhverjar ráðleggingar ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Magverkir geta átt sér ýmsar orsakir en líkleg skýring á einkennum sem þú lýsir er hægðatregða. ég set HÉR tengil á góða grein um þetta annars hvimleiða en algenga vandamál.

Ég hvet þig eftir sem áður til þess að ræða við lækni þar sem mikilvægt er að greina vandann rétt og fá viðeigandi aðstoð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur